mánudagur, 18. maí 2009

Rómeo og júlía - Uppsetningardagbók

Dagur 8

Ég reyndi eins lengi og ég gat, en það er bara hægt að æfa svo og svo lengi án þess að júlía komi á svið. ég komst bara ekki lengur undan því að æfa þær senur.

Vandamálið er ekki það að ég viti ekki að verkið heitir Rómeo og júlía heldur hitt, að ég skil bara ekkert í rullunni.

Og svo er helvítis vandamálið það að þó svo ég hafi beðið um ljóshærða, bláeygða, sakleysislega júlíu - og ég var mjög skýr með þetta - þá var það ignorað með öllu og þess í stað þá er ég með dökkhærða, brúneygða tilfinningabombu frá austur evrópu.

Og hvað á ég að gera með hana?

Maður hefur bara á tilfinningunni að hún muni éta Rómeó ef hún kemur einhversstaðar nálægt honum.

Ég notaði því fyrsa daginn í það að leggja fram breytingartillögur við rulluna hennar, við heldur dræmar undirtektir.

Berlínartrikkið virkar ekki á hana, kannski ég eigi að segja að ég hafi lesið þetta hjá Marx?

Note to self – skoða leikaramyndirnar ÁÐUR en þú byrjar að æfa.

Var annars í boði í kvöld þar sem allri fyrirmenn borgarinnar voru saman komnir. Það var ekkert tekið fram en augljóst var að ég var heiðursgesturinn. Sérstaklega er áhugavert að viðskiptalífið hér hafi svona brennandi áhuga á listinni og hitt, að ríku kallarnir hérna eiga afar myndarlegar dætur.

já eða hjásvæfur...

Engin ummæli: