Dagur 6
Þeir æfa á laugardögum í Sviss.
Þetta er náttúrulega skandall.
Ég sem ætlaði á náttúruminjasafnið.
Það var verið að opna sýningu um bjöllur og önnur fljúgandi skordýr. Ég upplifi skringilega tengingu við dýr.
Ég missti af sýningunni
Æfði próloginn í verkinu. Hann meikar ekkert sens.
Shakespeare segir okkur hvað muni gerast í verkinu - áður en það gerist.
Þannig ég lét þau fara með hann hratt. Sagði að það væri svona "Berlín"
Þeim finnst það spennandi.
Ég var ekkert að leiðrétta þau
föstudagur, 15. maí 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli