föstudagur, 15. maí 2009

Rómeo og júlía - Uppsetningardagbók

Dagur 6

Þeir æfa á laugardögum í Sviss.

Þetta er náttúrulega skandall.

Ég sem ætlaði á náttúruminjasafnið.

Það var verið að opna sýningu um bjöllur og önnur fljúgandi skordýr. Ég upplifi skringilega tengingu við dýr.

Ég missti af sýningunni

Æfði próloginn í verkinu. Hann meikar ekkert sens.

Shakespeare segir okkur hvað muni gerast í verkinu - áður en það gerist.

Þannig ég lét þau fara með hann hratt. Sagði að það væri svona "Berlín"

Þeim finnst það spennandi.

Ég var ekkert að leiðrétta þau

Engin ummæli: