Dagur 5.
Rómeo kemur á svið. Þetta er frægasti elskandi sögunnar. þegar við hittum hann í fyrsta skipti í þessum eilífðarleik um ást hans til júlíu er hann yfir sig ástfanginn af - Rósalind.
Hann hefur gengið nætursveltur sökum ófullnægðar ástar hennar í garð. Getur hreint ekki lifað án hennar.
Svona eins og þessi
(Reyndar veit ég ekki hvort er verra. Að horfa á konurnar í salnum syngja með um eilífa ást andartaksins í neðanjarðarlestinni af slíkri innlifun, eða söngvarann sem er að velja hverja þeirra hann ætlar að ríða baksviðs á eftir)
Shakespeare lætur ástmögur sinn vera alþjáðan ást - til annarrar konu en verkið er nefnt eftir.
Ég útskýrði fyrir leikaranum að þetta væru vörusvik.
Honum fannst það áhugaverð nálgun
föstudagur, 15. maí 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli