sunnudagur, 31. maí 2009

Rómeo og júlía - Uppsetningardagbók

Dagur 14

Það er ekki tekið vel í hugmyndina mína hér að ofan í leikhúsinu.

Þau eru svo smá í hugsun. Svo lokuð.

Ég hafði kallað alla leikarana saman til þess að segja þeim frá breytingunum, safnað saman myndbrotum til þess að nota sem referance (apocolypse now, Platoon, one flew over the coocoos nest, Titanic) en þau bara lokuðu eyrunum fyrir þessu og vildu halda sínu striki.

Ég hef aldrei lent í öðru eins.

mér finnst ég ekki vera metinn af verðelikum.

Fór á barinn.

Einn.

Stúlkan úr partínu sat við borð út í horni.

Ég veit að ég fór til hennar...Ég veit að ég talað við hana...mig minnir að ég hafi verið fyndinn..framan af...mig minnir að ég hafi reynt að segja henni frá hugmyndunum mínum...ég held að ég hafi sofnað einhversstaðar á leiðinni...ég vaknaði á hótelinu...

Hún var með falleg augu

Engin ummæli: