Dagur 4
Ég æfði fyrstu senurnar.
Benvólíó og Montague. Þetta eru frekir karakerar. Sérstaklega Montague sem kemur varla fyrir í verkinu en heimtar samt að maður eyði tíma í að leikstýra viðkomandi.
En ég hef alltaf sagt að stærsti hlutinn við að vera leikstjóri sé að kunna nógu margar sögur til þess að segja.
Sérstaklega sögur sem hljóma eins og þær séu um eitthvað.
Og láta sem svo sé.
Benvólíó er leikinn af homma. Sá leikari heldur greinilega að verkið heiti Rómeó og Benvólíó (sem reyndar rímar). Hann er með nefið í hvers manns .... koppi.
Ég hló bara að honum
föstudagur, 15. maí 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli