sunnudagur, 31. maí 2009

Rómeo og júlía - Uppsetningardagbók

Dagur 13

Ég er þunglyndur.

Rómeó og júlía er yfirborðskenndur farsaleikur með banal ástarsenum. Það er ekki nokkur leið að gera þetta trúverðugt.

Ég er komin á fremsta hluninn með að skila aftur búningunum sem ég lét panta frá Veróna og vinna með verkið modern. Finna eitthvað trúverðugra að segja.

Leikhús er svo uppgerðarlegt, það er ekki ekta. Sérstaklega ekki svona gömul leikrit. Sérstaklega ekki á sviði. Ég er bara að vona að ég fái einhvertímann break í kvikmyndabransanum, myndir eru að minnsta kosti ekta!

Kannski á ég bara að sleppa fóstrunni og ástarsenunum, setja inn smá fútt í bardagaatriðin, vinna með rasisma og fordóma, með brotna samfélagsmyndir.

Gera verk um 2 fjölskyldur af sitt hvorum ættbálknum en af sama landinu. Og af einhverjum ástæðum þá hefur hatur ríkt í gegnum aldirnar, en enginn veit af hverju. Og svo hefur nýlega brotist út stríð sem getur bara endað í hörmungum.

En í svona stríði er auðvtað ekkert hægt að vera að leika einhverjar svalasenur, það auðvitað bara gengur ekki, en kannski er hægt að vinna með það innan þessa konsepts.

Þau búa sitt hvoru megin við brúna og geta ekki hist. En brúin er vöktuð af leyniskyttunni Tybalt.

Romeó og júlía senda ljósmerki sín á milli, leynileg skilaboð og ákveða að lokum að deyja til þess að koma á friði og frelsi í landinu. Þau hafa samband við CNN og fyrir framan myndavélarnar hlaupa þau af stað yfir brúnna. Þau eru auðvitað umsvifalaust skotin í tætlur. En þau ná saman áður en þeim blæðir út og þau deyja kvalarfullum dauða í faðmlögum á skjánum.

Þá myndi prinsinn í lokin verið með bláan hjálm, sameinuðu þjóðirnar koma til þess að bjarga málunum eftir að fréttin fór í loftið.

Svona gæti mér tekist að gera þetta verk pólitískt, spennandi, lifandi og ég slepp við slepjulega ástarsögu.

Humm...

Ég heiti Þorleifur og ég er snillingur!

Engin ummæli: