sunnudagur, 31. maí 2009

Rómeo og júlía - Uppsetningardagbók

Dagur 12

Eins og áður kom fram...

Ég er með uppstökka austur evrópska Júlíu og Gyðing sem Rómeó!

Sumir myndu auðvitað reyna að halda því fram að þetta biði upp á nýja og ferska nálgun, en þá langar mig að benda viðkomandi á það að þetta er bara Rómeó og júlía, það er ekki eins og ég sé með meistarastykki í höndunum.

Ekki misskilja mig, Shakespeare er fínn til síns brúks, en ástarsögur voru kannski ekki hans sterkasta hlið.

Ef þetta væri til dæmis Ibsen, td. Brúðuheimilið, þá hefði ég nóg af hlustum sem ég gæti sett inn sem mögulega túlkun. Nóra, austur evrópskur innflytjandi, býr með manninum sínum, gyðingi, sem skilur ekki orð af því sem hún segir (enda fengin úr bæklingi). Þannig hann virðir hana bara að vettugi. Þetta fyrirkomulag hentar öllum ágætlega þangað til hún fer að skipa sér af fjármálum fjölskyldunnar með ófyrirséðum afleiðingum!

Eða ef við viljum vera smámunasöm og halda okkur við Shakespeare hvernig væri þá að hugsa sér Gyðing sem Othello og A Evrópumærina sem Destimonu? Othello slapp frá Þýskalandi Nasismans og faldi sig í litlu þorpi í Ungverjalandi þar sem fjölskylda nokur skýtur yfir hann skjólhúsi.

Í þakkarskini tekur hann upp skyldur fyrir fjölskylduna enda rennir hann hýru auga til dótturinnar á bænum. En Nasistarnir eru á eftir honum og hafa komið fyrir njósnara innan fjölskyldunnar sem á að sanna að hann sé Gyðingur. Í kjölfarið hefst æsispenandi eltingaleikur þar sem hatur, græðgi og fíflskapur ástarinnar ræður ríkjum.

(copyright - Arnarsson enterprieses)

Allt spennandi hugmyndir, en ég er fastur með Rómeó og júlíu!

Engin ummæli: