Dagur 10
Ég ákvað að taka pressuna af leikurunum í dag. Fannst þurfa að létta andrúmsloftið. Ég minnti þau því á það að Rómeó og júlía væri það verk sem oftast hefur veirð sett upp. Sem svo aftur þýðir að það þarf ekkert að vera að rembast þetta, það er engin möguleiki að gera neitt nýtt eða upprunalegt.
Ég á við, það er búið að gera allt sem hægt er við þetta verk og því skiptir ekki máli hvað þau gera, það er búið að gera það áður – og líklega betur.
Allir helstu leikarar heims hafa leikið í verkinu. Frá Lawrence Olivier til Dicaprio. Þannig að það er ekki hægt að klúðra þessu.
Þetta rann vel ofan í mannskapinn.
Þau eiga svo eftir að komast að því að þetta er hrikalega erfitt verk að leika í, en það kemur með tímanum. Engin ástæða til þess að vera að núa þeim því um nasir fyrirfram.
“komdu þeim til þess að trúa á það að þau þurfi ekki að trúa – þá kemur trúin af sjálfu sér” TS Eliot
Ég er annars í ferlega góðu stuði. Enda sól fyrir utan hótelkompuna mina.
Áttaði mig á því að það er ekki hægt að opna gluggan á hótelherberginu nema smá rifu.
Það er gert til þess að businessmennirnir stökkvi ekki út um gluggana.
sunnudagur, 24. maí 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli